Málsháttaveggir

 

Málshættir Íslendinga eru mikill gersemi og geysimargar leiðir til að vinna með þá í kennslu svo sem í ritun og framsögn auk þess sem nota mætti þá sem efnivið í sögu og myndskreytingar. Málsháttur felur ýmist í sér gamla speki, sannindi eða viðhorf sem byggð er á lífreynslu manna í gegnum aldirnar. Þeir eru oftar en ekki samtvinnaðir gömlum atvinnu-greinum á borð sjómennsku og búskap.

Málshættir eru ólíkir orðatiltækjum að því leyti að þeir geta staðið sem fullmótuð setning ólíkt orðatiltækjum. Þá er einnig munur á málshætti og spakmæli þar sem hið síðarnefnda er jafnan lengri setning. Algengt er að spakmæli sé erlend tilvitnun eða speki sem á sér ekki rætur til íslenskrar tungu, oft nefnt gullkorn.

Í viðleitni til að hampa þessum menningarauðæfum mun einn og einn málsháttaveggur líta dagsins ljós auk þess sem finna má hér vísir að krækjusafni á Veraldarvefnum. Málshátta-veggir Kennarans samanstanda af nokkrum skjölum í A4 stærð og innihalda þematengda málshætti sem nýtast geta til kennslu, eða til að lífga upp á kennslurými.

 

malshattaveggur_lestur

 

Áhugaverðir tenglar

2 thoughts on “Málsháttaveggir

  1. Monu segir:

    It’s always a relief when someone with obvious exieptrse answers. Thanks!

  2. Incredible! This blog looks just like my old one! It’s on a totally different topic but it has pretty much the same page layout and design. Wonderful choice of colors!|

Skildu eftir svar við life insurance lawyer Hætta við svar

Netfang þitt verður ekki birt.