Segja má að fótboltabækur Gunnars Helgasonar hafi farið sigurför um Ísland og hver bók selst í milli 5-6 þúsundum eintaka. Skólaárið 2015-16 mun Kennarinn gefa út 32 síðna verkefnahefti við hverja bók, ásamt kennsluleiðbeiningum og skriftarrenningum. Auk þess mun skemmtilegur spurningapakki fara inn á Study Cake. Námsefnið er einkum hugsað fyrir miðstig en opið öllu fótboltaáhugfólki sem vill spreyta sig.
Útgáfudagar
- Víti í Vestmanneyjum, kemur út 24. október 2015 á afmælisdegi elsta fótboltaliðs heims, hins enska Sheffield FC sem stofnað var þennan dag 24. október 1857 í Sheffieldborg.
- Aukaspyrna á Akureyri, kemur 16. febrúar á afmælisdegi Knattspyrnufélags Reykjavíkur sem er fyrsta knattspyrnufélag sem stofnað var á Íslandi árið 1899.
- Rangstæður í Reykjavík, kemur 25. apríl 2016 á alþjóðdegi fótbolta og vináttu (International Day of Football for Friendship).
- Gula spjaldið í Gautaborg, kemur út í júní 2016, á fyrsta landsleikdegi Íslands á HM.
Víti í Vestmannaeyjum
Jón Jónsson og félagar hans í Þrótti eru komnir til Vestmannaeyja að keppa um Eldfellsbikarinn. Þeir ætla sér að gera góða hluti í Eyjum en engan þeirra óraði þó fyrir þeim atburðum sem biðu þeirra. Gargandi mæður, blótandi skipstjóri, klikkaður pabbi, vanhæf lögga og síðast en ekki síst ELDGOS setja svip sinn á atburðarásina. Námsefnispakkinn inniheldur fjölbreytt málfræði- og þrautaverkefni sem tengjast ævintýrum félaganna. Með Víti í Vestmannaeyjum fylgir stundatafla, viðurkenningarskjal og 6 Skriftarrenningar: Nafnorð, sagnorð, samsett orð, sögupersónur, skammstöfuð félagslið og enski boltinn. Sjá nánar um notkun Skriftarrenninga í kennslu.