Grunnskólaganga hefst oftast á 6. aldursári barns og lýkur árið sem það verður 16. ára. Mismunandi er eftir sveitarfélögum hvernig staðið er að skráningu grunnskólabarna en oft er ferlið unnið í samstarfi við leikskólann sem barnið sækir.
- Grunnskólar á Íslandi
- Umsókn um skólavist í Reykjavík
- Ábyrgð, réttindi og skyldur nemenda, foreldra og starfsmanna í grunnskólum
Stundataflan
Í viðmiðunarstundaskrá er gerð grein fyrir lengd skóladags barna eftir stigum. Nauðsynlegt er að kynna sér stundatöflu barnsins og heimavinnuáætlanir í árganginum.
- PDF – Stundatafla í lit
- PDF – Stundatafla í svarthvítu
- Sjá fleiri prentgögn Kennarans
Foreldrar geta sótt um vistun að skóladegi loknum á frístundaheimilum víðs vegar um landið. Dagskrá á frístundaheimila er fjölbreytt og nemendur fá gott tækifæri til að styrkja sig félagslega. Hér má finna lista yfir þau.
bil
Skólanámskrá og starfsáætlun
Allir grunnskólar eru með skólanámskrá og bekkjarnámskrá. Í þeim gera skólar grein fyrir vetrarstarfinu og ramma starfið innan þess svigrúms sem lög, reglugerðir, aðalnámskrá og skólastefna sveitafélagsins veita.
Skólaárið er 180 kennsludagar og í starfsáætlun er gerð grein fyrir því hvernig þeir raðast niður á skóladagatal viðkomandi skóla. Þar er jafnframt birtar mikilvægar dagsetningar svo sem vetrarfrí, jólafrí og páskafrí, og hvenær kennsla hefst á hausti og lýkur að vori. Skóladagatöl eru jafnan birt og útprentanleg á heimasíðum grunnskólanna.
Útbúnaður
Útbúnaðarlisti er breytilegur á milli skóla og árganga en þó má gera ráð fyrir að nokkur grunnatriði séu sameiginleg svo sem fatnaður til sunds- og íþróttaiðkunar, ritföng, stílabækur og töskur. Allflestir skólar (ef ekki allir) hafa innkaupalista aðgengilegan á heimasíðum sínum en hér er nokkuð ítarlegur gátlisti til að haka við áður en lagt er af stað í innkaupaleiðangur.
- PDF – Gátlistar, innkaupalisti
Nauðsynlegt er að merkja námsgögn, fatnað og hluti vel, kynna sér stundatöflur barnsins og heimavinnuplön. Í öllum skólum er starfandi skólaráð, bekkjarfulltrúar og foreldrafélög, og margir grunnskólar eru með heimasíður með upplýsingum og fréttum úr daglegu starfi.
- Heimasíður grunnskóla í stafrófsröð
Útprentanlegt efni
Nesti og hádegismatur
Í mörgum grunnskólum, ef ekki öllum, er skólamötuneyti og ákveðnar áherslur í nestimálum. Grunnskólar sem markvisst vinna að heilsueflingu og umhverfisvernd hafa jafnvel þá stefnu að eingöngu megi koma með ávexti og/eða umbúðarlaust nesti. Í Nestisbanka Kennarans gefur að lýta fjölmargar skemmtilegar og heilsusamlegar leiðir til að útbúa nestispakkann.
Follow Kennarinn – The Teacher’s board Nestismàlin on Pinterest.
Áhugaverðir tenglar
- Ráðleggingar Landlæknisembættisins um matarræði grunnskólabarna
- Heilsueflandi grunnskóli, matarræði
- Nestishugmyndir Heilsubankans
- Matarframboð í skólum hefur áhrif á heilsu þjóðarinnar
