Almanaksbókin – Febrúarpakkinn


Download18
Stock
File Size1.33 MB
Create Date28. desember, 2025
Almanaksbókin - Febrúar PDF

Verkefnablöðin í þessum febrúarpakka Almanaksbókarinnar eru fjögur. Veldu skjalið Almanaksbókin - Febrúar PDF til að prenta efnið út í góðri prentupplausn.

1) Nemendur fylla inn í dagatalið, svara spurningum og skreyta það og lita eftir fyrirmælum.

2) Fylgst er með hitastigi febrúarmánaðar og það skráð inn í mælinn. Nemendur skrá veðurfar mánaðarins og læra lagið Þorraþræll.

3) Merkisdagar febrúarmánaðar eru skoðaðir og gott tækifæri til að ræða þá. Skammstafanir mánaðarheita eru skoðaðar og unnið aðeins með vikudagana. Hér er fyrsti afmælisdagarenningurinn en nemendur skrá afmælisdaga vina og ættingja á renninginn. Tilvalið er að safna mánaðarrenningunum saman, klippa út og hefta í litla bók.

4) Tölfræðiverkefni með mánaðarheitunum þar sem tilgangurinn er að festa inni heiti og númer mánaðanna. Nemendur spinna bréfaklemmu um blýantsodd til að safna gögnum í súluritið. Unnið með hugtökin oftast og sjaldnast.

 

februar1